Vilja fund með forsætisráðherra vegna strandveiðibanns

Smábátamenn segja að að hátt í 1.000 störf víða um …
Smábátamenn segja að að hátt í 1.000 störf víða um land séu undir vegna strandveiðibanns. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Landssamband smábátaeigenda hefur óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til þess að ræða við ráðherrann um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að auka ekki aflaheimildir smábáta í strandveiðikerfinu um 4.000 tonn í þorski.

„Þessi ósk kemur í beinu framhaldi af ákvörðun matvælaráðherra um að hafna því að auka þorskveiðiheimildir strandveiðiflotans um 4.000 tonn sem hefði komið í veg fyrir veiðibann og stöðvun flotans,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við mbl.is.

„Við ætlum að gera henni grein fyrir stöðu mála og afleiðingum ákvörðunar matvælaráðherrans sem og að ræða við hana um mikilvægi strandveiða,“ segir Örn og bendir á að hátt í 1.000 störf víða um land séu undir í þessu máli.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæði eigi það við um þá sjómenn sem verða af vinnu og tekjum vegna ákvörðunar matvælaráðherra sem og um afleidd störf, ekki síst í fiskvinnslu og flutningum, en fjölmargir aðilar víða um land, ekki síst í hinum fámennari sjávarbyggðum, hafi misst vinnu sína vegna þessa.

„Á fundinum með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra munum við ítreka beiðni okkar og teljum það vera í hennar verkahring sem forystumanns ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að orðið verði við þessari beiðni,“ segir Örn.

Svar við ósk smábátamanna um fund með forsætisráðherra hefur ekki borist enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.6.24 562,75 kr/kg
Þorskur, slægður 5.6.24 714,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.6.24 451,05 kr/kg
Ýsa, slægð 5.6.24 545,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.6.24 264,96 kr/kg
Ufsi, slægður 5.6.24 245,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 5.6.24 499,80 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.6.24 Halla Sæm SF 23 Handfæri
Þorskur 856 kg
Ufsi 468 kg
Samtals 1.324 kg
5.6.24 Örn II SF 70 Handfæri
Þorskur 747 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 768 kg
5.6.24 Anna BA 20 Handfæri
Þorskur 715 kg
Samtals 715 kg
5.6.24 Von ÍS 192 Handfæri
Þorskur 800 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 807 kg
5.6.24 Margrét ÍS 151 Handfæri
Þorskur 820 kg
Samtals 820 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.6.24 562,75 kr/kg
Þorskur, slægður 5.6.24 714,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.6.24 451,05 kr/kg
Ýsa, slægð 5.6.24 545,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.6.24 264,96 kr/kg
Ufsi, slægður 5.6.24 245,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 5.6.24 499,80 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.6.24 Halla Sæm SF 23 Handfæri
Þorskur 856 kg
Ufsi 468 kg
Samtals 1.324 kg
5.6.24 Örn II SF 70 Handfæri
Þorskur 747 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 768 kg
5.6.24 Anna BA 20 Handfæri
Þorskur 715 kg
Samtals 715 kg
5.6.24 Von ÍS 192 Handfæri
Þorskur 800 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 807 kg
5.6.24 Margrét ÍS 151 Handfæri
Þorskur 820 kg
Samtals 820 kg

Skoða allar landanir »