Þarf að endurheimta traust

Það hefur gustað um Samkeppniseftirlitið undanfarið, eftir úrskurð um að …
Það hefur gustað um Samkeppniseftirlitið undanfarið, eftir úrskurð um að athugun á sjávarútvegsfyrirtækjum væri ólögmæt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Samkeppniseftirlitið þarf að gera ráðstafanir til að endurheimta traust og það er á ábyrgð forstjórans að gera þær ráðstafanir, hvernig svo sem að því verður staðið.“

Þetta segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið, spurð við hvað sé átt í pistli á heimasíðu samtakanna, þar sem segir að mikilvægt sé að gerðar verði ráðstafanir til að stofnunin geti endurheimt traust í kjölfar niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli Brims gegn eftirlitinu.

Samkeppniseftirlitið og matvælaráðuneytið gerðu samning um athugun SKE á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði ólögmæta.

Beindi Samkeppnisstofnun fjölmörgum spurningum til fyrirtækjanna og áttu svörin að varpa ljósi á fyrrgreind stjórnunar- og eignatengsl. Meðal þess sem krafist var svara við var hvaða hluthafar mættu á hvern hluthafafund og aðrir aðilar sem mættu fyrir hönd hluthafa. Auk þess vildi stofnunin fá að vita hvernig hver hluthafi greiddi atkvæði á umræddum fundum í hverju máli fyrir sig.

Einnig var krafist afrita af fundargerðum hluthafafunda frá 1. janúar 2020 sem og upplýsingum um hvaða hluthafar mættu á hvern hluthafafund og aðrir aðilar sem mættu fyrir hönd hluthafa. Auk þess vildi stofnunin fá upplýsingar um nafn, kennitölu og eignarhlut hvers hluthafa, sem og skipan stjórna félaganna og breytingar sem orðið hafa frá 1. janúar 2020 sem öllum eru aðgengilegar á vef Skattsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.5.24 366,91 kr/kg
Þorskur, slægður 31.5.24 494,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.5.24 563,86 kr/kg
Ýsa, slægð 31.5.24 324,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.5.24 97,30 kr/kg
Ufsi, slægður 31.5.24 257,80 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 31.5.24 341,38 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.5.24 362,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.6.24 Sigurey ST 22 Grásleppunet
Grásleppa 3.104 kg
Þorskur 517 kg
Samtals 3.621 kg
1.6.24 Kári SH 78 Grásleppunet
Grásleppa 648 kg
Samtals 648 kg
1.6.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 521 kg
Samtals 521 kg
1.6.24 María SH 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.984 kg
Samtals 1.984 kg
1.6.24 Hrói SH 40 Grásleppunet
Grásleppa 302 kg
Samtals 302 kg

Skoða allar landanir »