Kveðst ekki hafa átt annan kost

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur brugðist við áliti umboðsmanns Alþingis.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur brugðist við áliti umboðsmanns Alþingis. Samsett mynd

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir í viðbragði sínu við áliti umboðsmanns Alþingis að hún sem ábyrgur ráðherra hafi ekki átt neinna annarra kosta völ en að banna hvalveiðar tímabundið vegna álits fagráðs um velferð dýra í sumar.

Umboðsmaður Alþingis hefur nú skilað inn áliti sínu sem segir að ákvörðun hennar hafi ekki sam­ræmst kröf­um um meðal­hóf og hafi ekki átt sér nægi­lega skýra stoð í lög­um.

Í facebook-færslu Svandísar kveðst hún taka niðurstöðuna alvarlega og þó að umboðsmaður beini ekki neinum sérstökum tilmælum til hennar þá muni hún beita sér fyrir lagabreytingum. 

„Þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans.

Segir tímaskekkju leiða til ályktunar Umboðsmanns

Svandís tók ákvörðun um að stöðva hvalveiðar tímabundið í sumar. Hval­ur hf. mót­mætli harðlega ákvörðun ráðherra sem og Verka­lýðsfé­lag Akra­ness, en fyr­ir­tækið sagðist ætla að leita rétt­ar síns og sendi m.a. er­indi til umboðsmanns Alþing­is.

„Ekki var annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaðferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð,“ segir Svandís meðal annars.

„Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“

Hún segir að öllum sé ljóst að almenningur hafi kallað eftir skýrum ramma um velferð dýr og að það sýni þúsundir tilkynninga sem Matvælastofnun berist ár hvert um slæma meðferð dýra

„Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »