Kristrún vill frekar gjöld en kerfisbreytingar

Kristrún Frostadóttir tilkynnir framboð sitt til formennsku í Samfylkingunni
Kristrún Frostadóttir tilkynnir framboð sitt til formennsku í Samfylkingunni Eggert Jóhannesson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist frekar vilja sjá umræðu um hvað sé sanngjarnt veiðigjald sem lagt er á sjávarútveginn í stað þess að ræða stórfelldar kerfisbreytingar sem skapa ófyrirsjáanleika, sem um sinn skaðar rekstrarumhverfi útgerðanna og þannig forsendur þeirra til að standa undir auknum veiðigjöldum.

Kom þetta fram í pallborðsumræðum á ársfundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem haldinn var í Hörpu á föstudag.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um fundinn er bent á að Kristrún hafi í umræðunum tekið undir með Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, sem einnig var í pallborði, að grundvöllur að áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi væri að hafa ekki stöðugt hangandi yfir sér milli kjörtímabila og hverra kosninga í hvaða átt kerfið væri að fara. Fyrirsjáanleiki væri mikilvægur.

„En ég held að fólk verði að vera raunsætt um hvað þarf til að þjóðin sé sátt við að það sé ekki farið í stórkostlegar breytingar og hvað þurfi að koma á móti, því það fæst ekki eitthvað fyrir ekki neitt,“ sagði Kristrún.

Fjöldi gesta sóttu ársfund SFS á föstudag.
Fjöldi gesta sóttu ársfund SFS á föstudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enginn að tala um 50 milljarða veiðigjöld

Hún sagði að Samfylkingin hefði nýlega lagt fram hugmyndir fyrir næstu tvö kjörtímabil þar sem fókus er lagður á veiðigjöld í sjávarútvegi. Hún sagði á fundinum að sér þætti dálítið naívt að segja að aðkoma hins opinbera hefði ekkert að gera með verðmætasköpun í greininni.

„Greininni var lokað og það myndast ákveðin renta í henni […] en það þarf að ná sátt um hvernig henni er skipt með sanngjörnum hætti. Ég vil sjá að við komumst á þann stað að við tölum um þessa ákveðnu þætti, að við séum stolt af kerfinu og greininni og tökumst þá á um upphæðir frekar en nákvæmlega stórkostlegt kerfisuppbrot sem skapar þessa hræðslu í kerfinu.“

Kristrún sagði að skapa þyrfti forsendu fyrir að hægt væri að taka fjármagn út úr greininni og sagði að svigrúm væri til staðar til að greiða út meiri veiðigjöld. „Það hefur verið rætt um að auðlindarentan sé 50-60 milljarðar en það er enginn að fara að tala um 50 milljarða auðlindagjald á næsta kjörtímabili. En það er verið að tala um að við getum komist á tíu ára tímabili nær tuttugu milljörðum.“

Til samanburðar greiddu sjávarútvegsfyrirtæki alls 10,2 milljarða í veiðigjöld árið 2023.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 415,38 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 395,54 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 127,02 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,58 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 4.962 kg
Ýsa 1.338 kg
Steinbítur 561 kg
Keila 136 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 7.005 kg
18.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 5.212 kg
Þorskur 633 kg
Ýsa 575 kg
Samtals 6.420 kg
18.5.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 132 kg
18.5.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 192 kg
Samtals 192 kg

Skoða allar landanir »