Suzuki og Volkswagen kýta

Táknræn mynd fyrir stöðuna á milli Suzuki og Volkswagen, með …
Táknræn mynd fyrir stöðuna á milli Suzuki og Volkswagen, með nefin kýtt saman.

Samstarf Suzuki og Volkswagen ætlar ekki að verða að veruleika þó að Volkswagen hafi keypt 19,9% hlut í Suzuki árið 2009. Þessi kaup áttu að marka upphaf af samstarfi þeirra í milli þar sem tækniþekking beggja fyrirtækjanna átti að nýtast báðum aðilum. Undanfarið hefur Suzuki ásakað Volkswagen um að standa ekki við sinn hluta þess samkomulags og vill nú kaupa fimmtungshlutinn aftur á markaðsverði.

 Volkswagen borgaði 2,1 milljarða Evra árið 2009 en ef Suzuki kaupir hlutinn aftur þarf fyrirtækið að greiða 2,5 milljarða Evra. Volkswagen reiddist mjög Suzuki þegar það ráðgerði að útvega litla vél í Fiat-bíla og með því standa í samkeppni við minni bíla Volkswagen. Suzuki á hinn bóginn ásakar Volkswagen um að láta ekki af hendi þá tækniþekkingu sem til stóð að leggja til við þróun Suzuki-bíla. Deilurnar milli þessara fyrrverandi samstarfsaðila virðast engan enda ætla að taka og nú er svo komið að útkljá á þær fyrir breskum rétti.   

mbl.is

Bloggað um fréttina