Sjáðu bílasafn Pauls Walker

Paul Walker.
Paul Walker. EMILIO NARANJO

Það fer ekki á milli mála að leikarinn Paul Walker, og vinur hans Roger Rodas, sem létust nýlega í bílslysi voru miklir áhugamenn um hraðskreiða bíla.

Því til sönnunar áttu þeir geymsluhúsnæði sem var troðfullt af uppáhaldsbílunum þeirra. Ef þú vilt sjá hvernig bíla fólk kaupir sem er með hraðadellu og feykinóg af peningum, skoðaðu þá myndbandið hér fyrir neðan.

Húsnæðið er nokkuð stórt, svo það tekur dálitla stund að ganga um það. Engu að síður eru bílarnir svo margir að nokkrir þeirra verða að vera geymdir á eins konar hillum fyrir ofan aðra bíla.

Það er nokkuð augljóst að þeir félagar áttu sína uppáhaldsbíla, og nokkuð er um tvö eða fleiri eintök af sama bílnum. Í húsnæðinu bregður til dæmis fyrir mörgum BMW, Ford Mustang, Ferrari, Porsche og Nissan sportbílum. Eins og í ósköp venjulegum bílskúr.

Því til viðbótar eru svo nokkrir stakir bílar, eins og Ford GT, Rolls Royce Ghost, Maserati, Audi, Benz, Camaro, Toyota Supra, Saleen SA-10 og loks einn Lincoln Continental blæjubíll. Svo er stöku jeppi hér og þar.

Margir bílanna eru sérstakar sportúgáfur og flestir eiga þeir það sameiginlegt að líta út eins og nýir.

Myndbandið var fyrst sýnt fyrir um ári, en að ósk Walker og Rodas var ekki gefið upp hverjir eigendurnir voru. Eftir dauða þeirra þótti hins vegar ekki ástæða til að halda því leyndu lengur.

mbl.is