Tveggja daga rallycrossmót

Frá rallycrossi í brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.
Frá rallycrossi í brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.

Um helgina fer fram ein erfiðasta keppnin í rallycross sem haldin er ár hvert, Bikarmót RCA. Fer hún fram á akstursíþróttasvæði AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði á morgun, laugardag, og sunnudag.

Það er rallycrossdeild Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar sem stendur fyrir keppninni og segja forsvarsmenn deildarinnar mikla spennu og eftirvæntingu ríkja hennar vegna.

Til leiks eru skráðir 23 keppendur. Keppt er í fjórum flokkum en búast má við mestu spennunni í 2000 flokknum, en þar reyna með sér ökutæki með vélar upp að 2,0 lítra slagrými.

Stór hluti keppenda í þessum flokki er frá Suðurnesjum en á árunum um og fyrir nýliðin aldamót háðu ökumenn af Suðurnesjum og úr Hafnarfirði oft harða hildi í rallycrossi. Þeir fyrrnefndu mættu þá iðulega með hvítmáluð ökutæki gegn þeim gulu frá Hafnarfirði. Spennandi verður að sjá hvort slíkar rimmur endurtaki sig nú.

Um er að ræða tveggja daga keppni og eru eknir 4 undanriðlar á laugardeginum og 3 á sunnudeginum. Gefa þeir allir stig í úrslitariðil en í úrslitariðli hljóta keppendur tvisvar sinnum fleiri stig en fást fyrir undanriðli.  Að lokum eru öll stig keppenda lögð saman og vinnur sá sem flest þau hefur eftir báða daga.

Keppni hefst klukkan 13 báða daga og er frítt inn á svæðið fyrir 12.ára og yngri en kostar 1.000 krónur fyrir aðra.


Frá rallycrossi í brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.
Frá rallycrossi í brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.
Frá rallycrossi í brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.
Frá rallycrossi í brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð.
mbl.is