Lausnin á snjóhreinsun fundin

Ford F-150 með snjótönn gæti verið þarfaþing fyrir marga hér …
Ford F-150 með snjótönn gæti verið þarfaþing fyrir marga hér á landi.

Hirði snjóhreinsunarmenn lítt um götur íbúðarhverfa með viðeigandi erfiðleikum fyrir bíleigendur að komast leiðar sinnar þá er Ford með lausnina gegn því. 

Með því að verða sér úti um nýjan pallbíl afa gerðinni Ford F-150 eru mönnum flestir vegir færir, ekki hvað síst fjárfesti menn í útgáfunni sem býður upp á snjótönn!

Þannig leysa menn vandamálin í Bandaríkjunum en snjóplógar hafa þó einungis fengist með stórum og þungum pallbílum. Það er fyrst nú með tilkomu nýja F-150 bílsins, sem byggður er að miklu leyti úr áli, sem hægt er að fá plóg á léttari pallbíla, að því er næst verður komist.

Það fylgir þó fregnum, að plógurinn sé einungis valkostur fyrir öflugustu útgáfu F-150, þeirrar með 5 lítra V8-vélinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina