Spá sprengingu í álnotkun í bílsmíði

Nýr Ford F-150 var endurhannaður frá grunni í samstarfi Ford …
Nýr Ford F-150 var endurhannaður frá grunni í samstarfi Ford og Alcoa sem mun vera leiðandi aðili í heiminum í framleiðslu áls fyrir samgönguiðnað heimsins, einkum bíla og flugvéla.

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem framkvæmd var af Ducker Worldwide benda til þess að á næstu tíu árum verði alger sprenging í aukinni notkun áls við smíði nýrra bíla framleiddum í Norður-Ameríku.

Á heimsvísu er talið að álnotkunin vaxi um 16 milljónir tonna á tímabilinu, en þess má geta að Alcoa er sá álframleiðandi í heiminum sem einkum sér bifreiðaframleiðendum fyrir áli.

Í rannsókn Ducker kemur fram að árið 2025 verði 7 og hverjum 10 pallbílum í Norður-Ameríku framleiddir með yfirbyggingu úr áli. Hvað varði framleiðslu fólksbíla og pallbíla í heild segir Ducker að hlutfallið aukist um 18% á sama tímabili í þessari þriðju stærstu heimsálfu heims þar sem um hálfur milljarður íbúa býr.

Ford, GM og Fiat Chrysler leiða byltinguna

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur jafmframt Ford, GM og Fiat Chrysler muni leiða þessa byltingu sem verði innleidd í öllum söluhæstu bílunum í Bandaríkjunum.

Bifreiðaframleiðendur segja að bíleigendur muni ekki upplifa byltinguna með berum augum, heldur fyrst og fremst í bættum aksturseiginleikum og lægri rekstrarkostnaði. Þannig dragi t.d. sífellt úr eldsneytiseyðslunni eftir því sem bílarnir verði léttari samfara aukinni álnotkun.

mbl.is