Ný kynslóð Kia Sportage frumsýnd í Frankfurt

Kia Sportage var hannaður í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju …
Kia Sportage var hannaður í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu.

Fjórða kynslóð hins vinsæla sportjeppa Kia Sportage verður kynnt til leiks á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst í vikunni.

„Nýr Sportage er fagurlega hannaður og enn eitt dæmið um vel heppnaða hönnunarstefnu Kia á undanförnum árum.

Breytingarnar á sportjeppanum eru umtalsverðar á milli kynslóða bæði að innan og utan. Aðalljósin eru tignarleg, staðsett ofar en áður og þokuljósin eru stór og áberandi. Hliðarnar eru með sterkari línum og hjólskálaumgjörðirnar eru meira áberandi.

Lengra er á milli fram- og afturhjólanna sem undirstrikar sportlegar línur bílsins. Innréttingin er mjög vönduð og vel hönnuð og ekkert til sparað í efnisvali.

Nýr Sportage verður í boði í ýmsum vélarútfærslum en mest áhersla verður lögð á tveggja lítra dísilvélina sem skilar 140 hestöflum,“ segir í tilkynningu frá bílaumboðinu Öskju vegna sýningarinnar.

Vélarútfærslurnar og búnaður hins nýja Sportage verða kynntar nánar á frumsýningu bílsins í Frankfurt.

Nýr Kia Sportage var hannaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu enda bíllinn miðaður við Evrópumarkað. Sportage er söluhæsti bíll Kia í Evrópu. Sala Kia Sportage óx um 15% í Evrópu á fyrstu 7 mánuðum ársins og alls seldust 66.447 bílar á því tímabili. Nýr Kia Sportage fer í sölu snemma á næsta ári. Sportage hefur verið mjög vinsæll sportjeppi á Íslandi undanfarin ár. Kia mun bjóða Sportage með 7 ára ábyrgð eins og alla sína bíla en þetta er lengsta ábyrgð sem í boði er hjá framleiðanda í heiminum í dag.

Kia Sportage var hannaður í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju …
Kia Sportage var hannaður í Frankfurt og framleiddur í verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu.
mbl.is