Svona er best að leggja bílnum í veðrinu

Vegna veðurofsans sem von er á seinna í dag mæla Almannavarnir ríkisins með því að allir þeir sem hafa kost á komi bifreiðum sínum inn. Þeir sem hafa ekki aðgang að bílskúr eða bílageymslu þurfa að passa hvernig bifreiðinni er lagt. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er best að hafa framenda bifreiðar upp í vind en eins og fram hefur komið er von á fárviðri á landinu seinna í dag. Fárviðri er þegar vindstyrkur er meiri en 32,7 metrar á sekúndu að meðaltali.

Á vef Veðurstofu Íslands er orðið fárviðri útskýrt. Þar segir að í fárviðri fjúki allt laus­legt, þar á meðal möl og jafn­vel stór­ir stein­ar. „Kyrr­stæðir bíl­ar geta oltið eða fokið. Heil þök tek­ur af húsum. Skyggni oft­ast tak­markað, jafn­vel í þurru veðri.“

Frétt mbl.is: Hversu slæmt var veðrið 1991?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka