Vinsælustu bílarnir á netinu

BMW 3 Series, árgerð 2016.
BMW 3 Series, árgerð 2016.

BMW 3 serían er vinsælasti bíll nýliðins árs, ef marka má að hvaða nýjum bílum og notuðum Bretar leituðu helst á veraldarvefnum.

Þetta eru niðurstöður stærsta bílasöluvefjar Bretlands, Auto Trader. Þar var mest leitað að BMW 3-seríunni á árinu nýliðna. Á hæla þessum þýska bíl kom annar þarlendur, Volkswagen Golf.

Heimsóknir á vef Auto Trader nema að meðaltali 43 milljónum í mánuði hverjum og þykir listi vefjarins um mest leituðu bílana gefa góða mynd af löngun Breta í nýja og notuða bíla. Var leitun þeirra að úrvalsbílum áberandi mikil 2015. Ritstjóri vefjarins segir skýringuna á því ódýr og hagstæð bílalán, þau hafi veitt neytendum svigrúm til að leita að og kaupa svo dýrari bíla en ella.

Tíu vinsælustu bílarnir samkvæmt vefleitinni voru annars sem hér segir:

1     BMW 3 serían
2     Volkswagen Golf
3     Ford Focus
4     BMW 5 serían
5     Mercedes-Benz C class
6     Ford Fiesta
7     AUDI     A3
8     BMW  1 serían
9     Mercedes-Benz E class
10   Vauxhall Astra

mbl.is

Bloggað um fréttina