Hvítt enn og aftur vinsælast

Hvítt er vinsæll litur á bílum nú sem svo oft …
Hvítt er vinsæll litur á bílum nú sem svo oft áður.

Kaupendur nýrra bíla í Bretlandi í fyrra völdu flestir hvítan lit á þá. Er það þriðja árið í röð sem hvítur mælist vinsælasti bílaliturinn þar í landi.

Í öðru og þriðja sæti urðu svartir bílar og gráir en silfurgrái liturinn sem var svo vinsæll um skeið er nær algjörlega dottinn úr tísku, samkvæmt upplýsingum frá bílgreinasamtökunum SMMT.

Eftirspurn eftir hvítum bílum jókst um 2,2% í fyrra og var rúmlega fimmti hver seldur bíll á árinu í þeim lit. Blái liturinn sótti mjög í sig veðrið 2015 en rúmlega sjötti hver kaupandi valdi hann.

Uppgangur bláa litarins er talinn geta táknað brotthvarf frá hlutlausum litum á næstu árum. Í fyrra fjölgaði til að mynda þeim um 30% sem völdu ljóspurpurarauðan bíl. Og 31,2% fleiri völdu grænan bíl en árið áður, 2014. Var skerfur þeirra í markaðinum mun meiri en um margra ára bil. Þá sóttu appelsínugulir og gulir bílar í sig veðrið. Fjölgaði þeim fyrrnefndu um 25,7% og gulum um 12,7%.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: