Fyrsti sólarorkuvegur heimsins

Fyrsti vegur heims klæddur sólrafhlöðum.
Fyrsti vegur heims klæddur sólrafhlöðum. AFP

Fyrsti „sólarorkuvegur“ heimsins var opnaður í bænum Tourouvre í Frakklandi í fyrradag. Vegurinn er klæddur sólarrafhlöðum sem framleiða næga orku fyrir öll götuljós bæjarins.

Segolene Royal, umhverfisráðherra Frakklands, var viðstödd þegar sólarrafhlöðurnar voru tengdar við rafveitunet bæjarins. Hún sagði að þessi aðferð hefði þann meginkost að ekki væri þörf á nýju landi til orkuframleiðslunnar.

Ráðgert er að leggja fleiri slíka vegi í vesturhluta Bretaníuskaga og í Marseille á næstu fjórum árum. Fram hafa þó komið efasemdir um að rafhlöðuklæðningin þoli nógu vel misjafnt veður eða akstur flutningabíla.

Segolene Royal stillir sér upp á vattveginum í Tourouvre.
Segolene Royal stillir sér upp á vattveginum í Tourouvre. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: