Geir Haarde mælir með Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness

Halldór Kiljan Laxness opnar heillaskeyti sem honum bárust vegna Nóbelsverðlaunanna …
Halldór Kiljan Laxness opnar heillaskeyti sem honum bárust vegna Nóbelsverðlaunanna sem hann fékk árið 1955. mbl.is/Ól.K.M.

Fjölmargir einstaklingar sækja í bókasöfn og bókmenntaarf þeirrar þjóðar sem þeir heimsækja á ferðalögum sínum. Á vef Condé Nast Traveler er sérstök grein fyrir þennan hóp þar sem sendiherrar í nokkrum löndum velja eina bók sem þeir mæla með að sé lesin áður en landið þeirra er heimsótt. 

Greinin er endurgerð frá árinu 2017 og er Geir Haarde fenginn til að mæla með bók fyrir Ísland. Hann mælir með Nóbelskáldinu Halldóri Laxness og bókinni Sjálfstætt fólk. 

Bækurnar á listanum eru í ólíkum flokkum bókmennta. Sem dæmi er mælt með að lesa bókina A Man Called Ove eftir Fredrik Backman áður en farið er til Svíþjóðar og Seven Hundred Years: A History of Singapore til að skilja menningu og sögu Singapore betur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert