Áin sem gerir fólk orðlaust

Hvað er hægt að segja? Skaftá og svæðið sem áin rennur um er ævintýri líkast.

Eins og svo margar hrikalegar en fallegar ár landsins á Skaftá upptök sín í Vatnajökli en hún tekur einnig vatn frá Langasjó. Farvegur árinnar hefur breyst í gegnum tíðina vegna eldsumbrota en áin liggur á svæði þar sem nokkur af stærstu eldgosum Íslands og Evrópu hafa átt sér stað. Einnig hafa jökulhlaup haft áhrif á svæðið og rennslið. Oft hefur áin valdið skemmdum á vegum og brúm þegar hlaupið hefur í henni.

Náttúrufegurðin í kringum Skaftá, þar sem hún rennur meðfram Fögrufjöllum milli Langasjávar og Lakagíga og áfram niður í átt að láglendi, er einstök. Til þess að upplifa fegurðina þarf að fara á vel útbúnum bíl upp á Fjallabak og áfram þaðan inn að Langasjó og ganga á fjöllin þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert