Hringleiðin að baki Seljalandsfossi lokuð

Hugað að tröppum í stálstiganum við fossinn fagra. Kristjana Margrét …
Hugað að tröppum í stálstiganum við fossinn fagra. Kristjana Margrét Óskarsdóttir í pollagalla og vígaleg með kuldahúfuna. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson

Aftur er nú gengt í hvelfinguna að baki Seljalandsfossi undir Eyjafjöllum, en meðal ferðamanna er mikil upplifun að koma á þann stað. Leið þessi lokast jafnan á haustdögum en þegar frystir myndast stór klakastykki þar sem vatnsúða frá fossinum háa leggur yfir svæðið. Frá jafnsléttu á þessum stað, sunnnan við fossinn, er járnstigi sem nú hefur gefið eftir vegna álags. Því hafa síðustu daga verið sett í hann hann ný þrep og fleira svo brúklegur verði. Þarna pusast vatnið yfir verkamenn sem tvívegis yfir daginn þurftu að skipta út rennandi blautum fötum.

Jafnan hefur verið hægt að taka hringleið þar sem flestir ganga frá fossinum að norðan. Nú hefur sú leið lokast vegna grjóthruns í berginu á þessum stað. Fólk þarf því að snúa við þegar á bak við fossinn er komið, sem skapar verulega aukið álag á þau mannvirki sem þarna eru fyrir.

„Að fólk geti komist hringinn við fossinn er mikilvægt. Nú þurfum við bara að finna einhverja útfærslu þarna á öruggum stað svo slíkt verði mögulegt,“ segir Þorsteinn Jónsson verktaki hjá Steinasteini á Hvolsvelli. Hann hefur haft þetta verkefni með höndum eins og ýmsar fleiri umhverfisbætur á ferðamannastöðum á þessum slóðum. Framkvæmdir þær sem hér um ræðir eru unnar fyrir Seljalandsfoss ehf., en að því standa eigendur fossins, sem eru bændur á þessum slóðum og sveitarfélagið Rangárþing eystra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert