Hámark sett á gestafjölda Akrópólis í Aþenu

Akrópólis í Aþenu er einn vinsælasti ferðamannastaður Grikklands.
Akrópólis í Aþenu er einn vinsælasti ferðamannastaður Grikklands. AFP/Louisa Gouliamaki

Frá og með 4. september næstkomandi verður eingöngu 20 þúsund gestum hleypt inn í Akrópólis í Aþenu, einum vinsælasta ferðamannastað Grikklands. Einnig verða sett takmörk á hversu mörgum gestum er hleypt inn á hverri klukkustund. Euronews greinir frá.

Haft er eftir menningarmálaráðherra Grikklands, Linu Mendoni, að aðgerðirnar séu til að fyrirbyggja svokallaða flöskuhálsa og koma í veg fyrir að fornleifasvæðið sem tilheyrir heimsminjaskrá UNESCO yfirfyllist. Hingað til hefur allt að 23 þúsund gestum verið hleypt inn á hverjum degi. Gestirnir koma flestir í stórum hópum og heimsækja fornleifarnar fyrir oftast fyrir hádegi.

Nýjar aðgangstakmarkanir verða settar á til reynslu þann 4. september næstkomandi og taka varanlegt gildi frá 1. apríl 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert