Hvenær má stela frá hótelum eða Airbnb?

Margir hafa látið greipar sópa á ferðalögum.
Margir hafa látið greipar sópa á ferðalögum.

Tom Brickman, betur þekktur sem Frugal Gay á Twitter/X birti lista yfir hluti sem hafa verið teknir ófrjálsri hendi úr Airbnb sem hann á í Texas. Listinn var langur og á honum voru hlutir á borð við vekjaraklukku, hnífapör og teppi. Sumir hafa meira að segja tekið fallega muni og skipt þeim út fyrir ódýrari útgáfu. Blaðamaður The Times ákvað að kanna hvernig stæði á þessu.

„Reglur Airbnb eru mjög einfaldar. Stuldur er ekki leyfður. Gestgjafar mega rukka fyrir þá hluti sem „týnast“ í allt að tvær vikur frá dvölinni.“

Sjálfur segist blaðamaður hafa gerst sekur um að stela úr hótelherbergjum allt frá sjampói til kaffihylkja. Almennt er talið að taka megi það sem ætlað er gestinum.

„Tristan Scutt, eigandi Little Nan´s, segir að gestir hans stálu einu sinni leikfanga tígrisdýri. Þeir sáust með leikfangið í lestinni. Hann hafði samband og útskýrði fyrir þeim að látin amma hans hafði átt leikfangið og þetta hefði mikið tilfinningalegt gildi. Þeir dauðskömmuðust sín og sendu leikfangið til baka með hraði, frá London til Bandaríkjanna.“

Samkvæmt könnun þýsks hótelstímarits kemur í ljós að oftast stelur fólk handklæðum, sloppum og herðatrjám. Skrítnasta dæmið er örugglega þegar gestir stela sjálfum herbergisnúmerunum og eitt hótel í Berlín tilkynnti um tilraun gests til þess að stela heilum vaski.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert