Á von á fjórða barninu 89 ára

Bernie Ecclestone.
Bernie Ecclestone. AFP

Auðkýf­ing­urinn Bernie Ecclestone á von á barni með eiginkonu sinni, Fabionu Flosi. Hjónin eru eldri en margir verðandi foreldrar þar sem Ecclestone er 89 ára en Flosi er 44 ára. Í samtali við Daily Mail segist hann ekki sjá neinn mun á því að vera foreldri 89 og 29 ára, sömu vandamálin eru til staðar. 

Ecclestone var í marga áratugi alráður í Formúlu 1 og byggði upp viðskiptaveldið sem Formúla 1 er í dag. Hann hefur hins vegar ekki verið í vinnu í nokkur ár og hefur því haft nægan tíma til þess að undirbúa sig fyrir föðurhlutverkið að eigin sögn.

„Við vitum það ekki, líklega betri en áður, aðeins rólegri,“ sagði milljarðamæringurinn þegar hann var spurður hvernig faðir hann myndi verða. 

Hjónin sem giftu sig árið 2012 eiga von á dreng í júlí en þetta er fyrsti sonur Ecclestone sem fyrir á þrjár uppkomnar dætur. Elsta dóttir Ecclestone er eldri en Flosi en tvær yngri dæturnar eru litlu yngri en eiginkona föður þeirra. 

Bernie Eccleston og eiginkona hans Fabiana Flosi.
Bernie Eccleston og eiginkona hans Fabiana Flosi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert