Páskafjör fyrir alla fjölskylduna

Það þarf engum að leiðast um páskana!
Það þarf engum að leiðast um páskana! Samsett mynd

Páskarnir eru skemmtilegur tími til að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Það þarf engum að leiðast um páskana enda nóg hægt að gera sér til skemmtunar, hvort sem það er að baka gómsætt bakkelsi, fara í páskaeggjaleit eða páskagöngutúr!

Fjölskylduvefur mbl.is tók saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir að afþreyingu um páskana sem hentar öllum aldurshópum. 

Páskaeggjaleit

Páskaeggjaleit er ómissandi hluti af páskunum og algjör misskilningur að hún sé aðeins fyrir yngstu kynslóðina. Það geta nefnilega allir haft gaman að páskaeggjaleit í góðum félagsskap, hvort sem hún er í garðinum heima eða skipulögð af öðrum – til dæmis eru mörg sveitafélög sem standa fyrir páskaeggjaleit.

Ljósmynd/Pexels/Tima Miroshnichenko

Prjóna eða hekla

Páskafríið er tilvalinn tími til að taka fyrstu skrefin með prjónana, sama á hvaða aldri þú ert. Veldu glaðlega og og páskalega liti í garni og taktu frá smá tíma á hverjum degi til að prjóna eða hekla, hvort sem þú ákveður að byrja að byrja á tusku, trefli eða einhverju allt öðru!

Ljósmynd/Pexels/Miriam Alonso

Baka gómsætt bakkelsi

Páskarnir eru mikil hátíð fyrir matgæðinga og sælkera, enda einkennast þeir iðulega af góðum mat og nóg af sætindum. Það er um að gera að nýta fríið í að baka með fjölskyldunni eða vinunum, en það er til fullt af spennandi páskauppskriftum á netinu fyrir öll getustig!

Ljósmynd/Unsplash/Mikhail Nilov

Páskagöngutúr

Það er nauðsynlegt að komast aðeins út, fá sér ferskt loft og hreyfa sig um páskana. Það vantar ekki upp á góðar gönguleiðir á Höfuðborgarsvæðinu, en það er tilvalið að velja einhverja skemmtilega gönguleið og bjóða fjölskyldu og vinum í páskagöngu – hvort sem það er í hverfinu, í Heiðmörk eða einfaldlega upp á Úlfarsfell!

Ljósmynd/Pexels/Tatiana Syrikova

Mála páskaegg

Það er fátt páskalegra en að mála egg og þar er svo sannarlega hægt að láta hugmyndarflugið ráða för. Það eina sem þú þarft eru egg, málning og góða skapið!

Ljósmynd/Pexels/Pavel Danilyuk

Páskabíltúr

Það er alltaf gaman að ferðast um landið okkar en í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins er nóg að skoða og tilvalið að skella sér í ævintýralega dagsferð. Þú getur meira að segja tekið páskaeggið með í nesti!

Ljósmynd/Unsplash/Tim Mossholder
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert