Þráir að hitta barnabörnin sín

Karl III. Bretlandskóngur er mikill barnakarl og þráir að umgangast …
Karl III. Bretlandskóngur er mikill barnakarl og þráir að umgangast meira yngstu barnabörnin Lilibet og Archie. AFP

Karl III. Bretlandskóngur er sagður vilja gera allt til þess að bæta samskiptin á milli sín og Harry prins. Hann þráir að hitta barnabörnin sín Lilibet prinsessu og Archie prins mun oftar og skapa með þeim minningar. Þetta kemur fram í frétt The Mirror.

Karl er 75 ára og glímir nú við krabbamein. Heimildarmenn innan hallarinnar segja að honum sé mikið í mun að bæta tengslin við Harry og Meghan og vill bjóða þeim til Balmoral á næstunni.

Harry og Meghan hafa ekki verið dugleg að ferðast til Bretlands eftir að þau sögðu sig frá opinberum störfum fyrir krúnuna árið 2020. Meghan var síðast í Bretlandi árið 2022 þegar hún var viðstödd jarðarför drottningarinnar. Hún mætti ekki í krýningu Karls á síðasta ári.

Þegar Karl greindist með krabbamein flaug Harry til hans, varði með honum þrjátíu mínútur og flaug svo til baka.

Talið er líklegt að Harry og Meghan komi næst til Bretlands í maí mánuði í kringum viðburði tengdum Invictus leikjunum. Margir binda vonir við að þau taki börnin með í þetta sinn í ljósi aðstæðna.

Archie og Lilibet Díana eru búsett í Kaliforníu og heimsækja …
Archie og Lilibet Díana eru búsett í Kaliforníu og heimsækja aldrei afa sinn. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert