Kóngafólk í fjölmiðlum

Harry vildi losna úr konungsfjölskyldunni

í fyrradag Harry Bretaprins var eitt sinn svo ósáttur við að vera hluti af konungsfjölskyldunni að hann vildi „losna úr henni“.  Meira »

Filippus lagður inn á sjúkrahús

21.6. Filippus drottningarmaður hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að sýkingin hafi komið upp vegna fyrri veikinda. Meira »

Mette-Marit reimaði á sig takkaskóna

15.6. Norska konungsfjölskyldan sleppti af sér beislinu og spilaði fótbolta í hallargarðinum á móti gestum frá Lillestrøm. Prinsessan Metta-Marit leynir á sér og hún er greinilega vön að klæðast öðru en hælum við síðkjóla. Meira »

97 ára stríðsekkja fékk koss frá Harry

7.6. Harry er í heimsókn í Sidney og hitti meðal annars 97 ára gamla konu en hann hitti hana líka árið 2015. Harry faðmaði hana og smellti á hana kossi við tilefnið. Meira »

6.000 króna strigaskórnir sem Katrín elskar

1.6. Katrín, hertogaynja af Cambridge, er tískufyrirmynd kvenna um gervalla veröld, en föt sem hún klæðist rjúka jafnan úr hillunum. Sér í lagi ef hún lætur sjá sig á almannafæri í fatnaði sem kostar ekki annan handlegginn. Meira »

Ráðskona Katrínar og Vilhjálms gefst upp

31.5. Sadie Rise ráðskona Katrínar og Vilhjálms hyggst ekki flytja með þeim í Kensington höll og er að vinna upp uppsagnarfrest sinn. Álagið á heimili hjónanna á að hafa verið of mikið og ekki á það eftir að skána. Meira »

Opnaði sig um átröskunina

30.5. Sænska krónprinsessan Viktoría þjáðist af átröskun á sínum yngri árum, en hún opnaði sig um baráttuna í nýlegri heimildamynd. Þá segir hún að álagið sem fylgdi konunglegum skyldum hafi sett strik í reikninginn, en hún var 18 ára þegar hún fór að starfa fyrir krúnuna og sinna opinberum skyldum. Meira »

Vildi að Díana hefði hitt Katrínu

30.5. Vilhjálmur Bretaprins hefði viljað að Díana prinsessa hefði hitt Katrínu og börn þeirra en 20 ár eru síðan Díana dó. Hann segir að það hafi tekið langan tíma fyrir hann að syrgja móður sína. Meira »

Í 200 þúsund króna kjól á garðyrkjusýningu

24.5. Katrín hertogaynja mætti í viðeigandi kjól þegar hún skoðaði garðyrkjusýningu í Chelsea á mánudaginn. Hertogaynjan var klædd í fagurgrænan kjól með hvítum blómum. Meira »

Pippa gengin í hjónaband

20.5. Pippa Middleton og James Matthews eru nú orðin hjón eftir stjörnuprýdda athöfn í breskri sveitakirkju fyrr í dag. Middleton, sem er 33 ára, giftist hinum 41 árs gamla Matthews í kjól hönnuðum af breska hönnuðinum Giles Deacon. Meira »

„Brúðkaup ársins“ í Bretlandi

20.5. Pippa Middleton, systir hertogaynjunnar af Cambridge, mun ganga í hjónaband seinna í dag. Brúðkaupið er sagt kosta meira en 300.000 pund eða tæpar 40 milljónir íslenskra króna. Meira »

Sumarleg í 48 þúsund króna kjól

15.5. Katrín hertogaynja var sumarleg þegar breska konungsfjölskyldan bauð í garðveislu um helgina. Hertogaynjan þurfti ekki rándýran kjól né pallíettur til þess að vekja athygli. Meira »

Konunglega skeggið fékk að fjúka

10.5. Hákon krónprins í Noregi lét skeggið fjúka í afmæliskvöldverði í Konungshöllinni í Ósló. Krónprinsinn hefur ekki verið skegglaus í 16 ár. Meira »

Hvað verður tilkynnt í höllinni?

4.5. Sjónvarpstökumenn eru byrjaðir að koma sér fyrir fyrir utan Buckingham-höll, heimili Elísabetar Englandsdrottningar í London, eftir að allt starfsfólk konungsfjölskyldunnar var boðað til starfsmannafundar. Slíkt er afar óvenjulegt og vænta menn þess að eitthvað afar mikilvægt verði kynnt á fundinum. Meira »

Katrín tók afmælismynd af Karlottu

2.5. Kensington höll birti nýja mynd af Karlottu prinsessu í tilefni af tveggja ára afmæli hennar í dag. Katrín móðir hennar tók myndina. Meira »

Hefur ekki áhuga á að verða konungur

22.6. Enginn í bresku konungsfjölskyldunni hefur áhuga á að verða konungur eða drottning, segir Harry prins í viðtali við bandaríska tímaritið Newsweek. Hann tekur hins vegar fram að fjölskyldan muni takast á við þær skyldur sínar þegar að því kemur. Meira »

Sló bóndason til riddara með blaðlauk

16.6. Camilla Parker Bowles tók þátt í fíflagangi manns sem þóttist vera bóndi. Það endaði með því að eiginkona Karls Bretaprins sló hann til riddara með blaðlauk. Maðurinn var sáttur eftir atvikið. Meira »

Óskaði þess að vera með lotugræðgi

9.6. Sarah Ferguson óskaði þess að verða jafn mjó og Díana prinsessa. Hún komst hins vegar aldrei á það andlega stig að fá lotugræðgi eins og Díana. Meira »

Danadrottning hélt upp á gullbrúðkaupið

6.6. Margrét Danadrottning og Hinrik prins áttu 50 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn. Höllin gaf út stutt myndband frá deginum þar sem Hinrik sést meðal annars kyssa Margréti. Meira »

Steldu stílnum fyrir 274 þúsund krónur

31.5. Á síðasta ári klæddist Katrín, hertogaynja af Cambridge, sérsaumuðum Dolce & Gabbana-kjól í opinberri heimsókn. Nú geta kaupglaðir aðdáendur Katrínar tekið gleði sína, en kjóllinn er kominn á markað og kostar 274 þúsund krónur. Meira »

Elísabet horfir á The Crown

31.5. Elísabet Englandsdrottning er búin að horfa á Netflix-þáttinn The Crown sem fjallar um valdatíð hennar. Segja má að þættirnir hafa fengið konunglega blessun en Elísabet setti ekki mikið út á þættina. Meira »

Belgíska krúnan ósátt við Burger King

30.5. Burger King hefur farið óvenjulega leið til að auglýsa fyrsta Burger King-staðinn í Belgíu en hann verður opnaður í sumar. Belgíska konungsfjölskyldan leggur ekki blessun sína yfir auglýsingu Burger King. Meira »

Leið eins og hún væri í fangelsi

29.5. Camilla Parker-Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, opnaði sig um erfiðan tíma eftir að upp komst um ástarsamband hennar og Karls Bretaprins. Hún segist varla hafa farið út úr húsi. Meira »

Ók 160 km til þess að sækja kærustuna

21.5. Harry Bretaprins ók 160 kílómetra til þess að sækja kærustu sína Meghan Markle og fara með henni í brúðkaupsveislu Pippu Middleton í gærkvöldi. Meira »

Brúðkaupsgestir streyma inn í kirkjuna

20.5. Gestir eru teknir að streyma inn í kirkjuna Sankti Mark í Berkshire til að vera viðstaddir brúðkaup Pippu Middleton og James Matthews. Pippa er systir hertogaynjunnar Katrínar, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Meira »

Hollendingurinn fljúgandi

17.5. Í rúm tuttugu ár hefur Willem-Alexander, konungur Hollands, verið aðstoðarflugmaður í farþegaflugi að minnsta kosti tvisvar í mánuði. Almennir flugfarþegar hafa hins vegar ekki haft hugmynd um að konungborinn hefði flogið með þá yfir höf og lönd. Þetta kemur fram í viðtali við konunginn. Meira »

Konungleg kóróna eða hálsmen?

10.5. Mary, krónprinsessa Danmerkur, skellti sér í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs í gær, en hann fagnaði áttræðisafmæli sínu. Krónprinsessan hefur löngum verið þekkt fyrir að nýta fatnað, skart og skrautmuni vel, sem hún sýndi og sannaði í veislunni. Meira »

Mættu saman á opinberan viðburð

8.5. Meghan Markle og Harry Bretaprins mættu á sinn fyrsta opinbera viðburð saman þegar Harry tók þátt í pólóleik um helgina.   Meira »

Vilja háar sektir vegna nektarmynda

2.5. Saksóknarar í réttarhöldum yfir sex fulltrúum fjölmiðla sem birtu nektarmyndir af Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, fara fram á „mjög háar sektir“ vegna myndbirtinganna. Meira »

Nektarmyndir fyrir dómstóla

2.5. Réttarhöld yfir sex fulltrúum fjölmiðla sem birtu nektarmyndir af Kate Middleton árið 2012 hefjast í dag. Myndirnar voru teknar af Middleton þegar hún var berbrjósta í fríi með eiginmanni sínum Vilhjálmi prins í Frakklandi. Meira »