Kóngafólk í fjölmiðlum

Pippa gengin í hjónaband

20.5. Pippa Middleton og James Matthews eru nú orðin hjón eftir stjörnuprýdda athöfn í breskri sveitakirkju fyrr í dag. Middleton, sem er 33 ára, giftist hinum 41 árs gamla Matthews í kjól hönnuðum af breska hönnuðinum Giles Deacon. Meira »

í 200 þúsund króna kjól á garðyrkjusýningu

15:00 Katrín hertogaynja mætti í viðeigandi kjól þegar hún skoðaði garðyrkjusýningu í Chelsea á mánudaginn. Hertogaynjan var klædd í fagurgrænan kjól með hvítum blómum. Meira »

„Brúðkaup ársins“ í Bretlandi

20.5. Pippa Middleton, systir hertogaynjunnar af Cambridge, mun ganga í hjónaband seinna í dag. Brúðkaupið er sagt kosta meira en 300.000 pund eða tæpar 40 milljónir íslenskra króna. Meira »

Sumarleg í 48 þúsund króna kjól

15.5. Katrín hertogaynja var sumarleg þegar breska konungsfjölskyldan bauð í garðveislu um helgina. Hertogaynjan þurfti ekki rándýran kjól né pallíettur til þess að vekja athygli. Meira »

Konunglega skeggið fékk að fjúka

10.5. Hákon krónprins í Noregi lét skeggið fjúka í afmæliskvöldverði í Konungshöllinni í Ósló. Krónprinsinn hefur ekki verið skegglaus í 16 ár. Meira »

Hvað verður tilkynnt í höllinni?

4.5. Sjónvarpstökumenn eru byrjaðir að koma sér fyrir fyrir utan Buckingham-höll, heimili Elísabetar Englandsdrottningar í London, eftir að allt starfsfólk konungsfjölskyldunnar var boðað til starfsmannafundar. Slíkt er afar óvenjulegt og vænta menn þess að eitthvað afar mikilvægt verði kynnt á fundinum. Meira »

Katrín tók afmælismynd af Karlottu

2.5. Kensington höll birti nýja mynd af Karlottu prinsessu í tilefni af tveggja ára afmæli hennar í dag. Katrín móðir hennar tók myndina. Meira »

Karlotta 2 ára á morgun

1.5. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton, hertogahjónin af Cambridge, hafa birt mynd af dóttur sinni Karlottu til að marka 2 ára afmæli prinsessunnar á morgun. Á myndinni sést Karlotta utandyra við Anmer Hall, heimili fjölskyldunnar í Norfolk. Meira »

Hefur spanderað átta milljónum í föt á árinu

11.4. Katrín hertogaynja af Cambridge var eitt sinn var þekkt fyrir að nýta fötin sín vel og ganga í fatnaði í ódýrari kantinum. Nú stefnir þó í metár hjá hertogaynjunni sem hefur verið dugleg að taka upp veskið. Meira »

Kjóllinn rýkur úr hillunum

6.4. Katrín, hertogaynja af Cambridge, hefur mikil áhrif á kauphegðun kvenna út um víða veröld. Margir eru ákaflega hrifnir af stíl hennar og þykir hún vera ein best klædda kona heims. Þar af leiðandi rjúka þær flíkur sem hertogaynjan klæðist opinberlega jafnan úr hillunum. Meira »

Eyrnalokkarnir kostuðu 1,3 milljónir

31.3. Katrín, hertogaynja af Cambridge, er jafnan óaðfinnanleg til fara. Hún hefur oft vakið eftirtekt fyrir að nýta fötin sín vel og klæðast fatnaði sem ekki kostar annan handlegginn. Meira »

Með nýtt dress fyrir hvert tilefni í París

20.3. Katrín hertogaynja klæddist æðislegum hátískufatnaði í opinberri heimsókn í París á dögunum.   Meira »

Stefnir í konunglegt brúðkaup?

6.3. Fregnir herma að Harry Bretaprins og kærasta hans, leikkonan Meghan Markle, muni að öllum líkindum setja upp hringa von bráðar. Meira »

Prinsar og prinsessur í íslenskum fatnaði

18.2. Börn Friðrik krónprins Danmerkur og Mary eiginkona hans, Kristján prins, Isabella prinsessa, Vincent prins og tvíburasystir hans, prinsessan Josephine, voru heldur betur fín í fatnaði frá 66 gráður norður í vetrarfríinu fyrir skömmu. Meira »

Stíll Elísabetar í gegnum tíðina

7.2. Elísabet drottning fagnar í dag 65 ára starfsafmæli sínu, en hún er fyrsti breski þjóðhöfðinginn sem heldur tign sinni svo lengi. Meira »

Ók 160 km til þess að sækja kærustuna

21.5. Harry Bretaprins ók 160 kílómetra til þess að sækja kærustu sína Meghan Markle og fara með henni í brúðkaupsveislu Pippu Middleton í gærkvöldi. Meira »

Brúðkaupsgestir streyma inn í kirkjuna

20.5. Gestir eru teknir að streyma inn í kirkjuna Sankti Mark í Berkshire til að vera viðstaddir brúðkaup Pippu Middleton og James Matthews. Pippa er systir hertogaynjunnar Katrínar, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Meira »

Hollendingurinn fljúgandi

17.5. Í rúm tuttugu ár hefur Willem-Alexander, konungur Hollands, verið aðstoðarflugmaður í farþegaflugi að minnsta kosti tvisvar í mánuði. Almennir flugfarþegar hafa hins vegar ekki haft hugmynd um að konungborinn hefði flogið með þá yfir höf og lönd. Þetta kemur fram í viðtali við konunginn. Meira »

Konungleg kóróna eða hálsmen?

10.5. Mary, krónprinsessa Danmerkur, skellti sér í afmælisveislu Haraldar Noregskonungs í gær, en hann fagnaði áttræðisafmæli sínu. Krónprinsessan hefur löngum verið þekkt fyrir að nýta fatnað, skart og skrautmuni vel, sem hún sýndi og sannaði í veislunni. Meira »

Mættu saman á opinberan viðburð

8.5. Meghan Markle og Harry Bretaprins mættu á sinn fyrsta opinbera viðburð saman þegar Harry tók þátt í pólóleik um helgina.   Meira »

Vilja háar sektir vegna nektarmynda

2.5. Saksóknarar í réttarhöldum yfir sex fulltrúum fjölmiðla sem birtu nektarmyndir af Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, fara fram á „mjög háar sektir“ vegna myndbirtinganna. Meira »

Nektarmyndir fyrir dómstóla

2.5. Réttarhöld yfir sex fulltrúum fjölmiðla sem birtu nektarmyndir af Kate Middleton árið 2012 hefjast í dag. Myndirnar voru teknar af Middleton þegar hún var berbrjósta í fríi með eiginmanni sínum Vilhjálmi prins í Frakklandi. Meira »

Einmana og einangruð sem móðir

21.4. Katrín hertogaynja opnaði sig um erfiðar tilfinningar sem fylgdu því að að verða móðir. Hún var bæði einmana og einangruð.   Meira »

Georg verður hringaberi

10.4. Systkinin Georg prins og Karlotta prinsessa munu gegna mikilvægu hlutverki í brúðkaupi Pippu Middlet­on og unn­usta henn­ar, James Matt­hews, 20. maí. Georg verður hringaberi og Karlotta brúðarmær. Meira »

Hélt að hann gæti lært að elska Díönu

4.4. Karl Bretaprins gekk að eiga Díönu prinsessu árið 1981 eftir ákaflega stutt samband, en fregnir herma að þau hafi einungis farið á 12 stefnumót áður en prinsinn bar upp stóru spurninguna. Meira »

Katrín tjáir sig um móðurhlutverkið

29.3. Katrín hertogaynja af Cambridge opnaði sig um móðurhlutverkið á dögunum, en viðburðinum var ætlað að vekja athygli á andlegu heilbrigði mæðra. Meira »

Hafði engan áhuga á drottningunni

10.3. Það er ekki á hverjum degi sem fólk fær að hitta drottninguna. Og flestir reyna að haga sér mjög vel við það tilefni. En þegar maður er bara nokkurra ára þá skiptir ekki máli hvort maður er að hitta drottningu eða prest, ef þannig liggur á manni. Meira »

Fara til Þýskalands og Póllands í júlí

3.3. Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín fara í opinberar heimsóknir til Þýskalands og Póllands í júlí. Kensington-höll greindi frá þessu í dag. Meira »

Prinsessan sýknuð

17.2. Cristina Spánarprinsessa var sýknuð í dag fyrir að hafa aðstoðað eiginmann sinn við skattaundanskot. Aftur á móti var eiginmaður hennar, Inaki Urdangarin, dæmdur í sex ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Meira »

Styttist í að parið láti sjá sig opinberlega

6.2. Harry prins og kærastan hans, Meghan Markle, hafa haldið sambandi sínu utan við sviðsljósið en þau hafa enn ekki sést saman opinberlega. Meira »