Bridget Jones orðin tveggja barna móðir

Bridget Jones hefur breyst mikið síðan hún mætti í kanínubúning …
Bridget Jones hefur breyst mikið síðan hún mætti í kanínubúning í gleðskap. Skjáskot/Imdb

Aðdáendur Bridget Jones bíða með öndina í hálsinum eftir næstu mynd. Leikkonan Renee Zellweger er um þessar mundir stödd í Lundúnum í tökum á fjórðu myndinni. Jones á ekki bara eitt barn í nýju myndinni heldur tvö. 

Zellweger var mynduð í almenningsgarði nýlega þar sem hún var í karakter. Einnig voru ungir leikarar sem fara með hlutverk barna hennar. Sonurinn heitir Billy en dóttirin Mabel að því fram kemur á vef Daily Mail. 

Í umfjöllun BBC segir að Jones sé tveggja barna móðir í mynd númer fjögur sem ber nafnið Bridget Jones: Mad About The Boy. Ber myndin sama titil og samnefnd skáldsaga eftir Helen Fielding um Bridget Jones. Í sögunni er hún orðin ekkja eftir lát Mark Darcey sem Colin Firth lék. Hugh Grant mun hins vegar koma fyrir í fjórðu myndinni. Ekki er vitað hversu nákvæmlega myndin fylgir söguþræði bókarinnar. 

Renee Zellweger er stödd í Lundúnum í tökum á Bridget …
Renee Zellweger er stödd í Lundúnum í tökum á Bridget Jones. AFP/Tolga AKMEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert