Slæm andleg líðan hjá þeim sem byrja snemma á túr

Stelpur byrja stundum mjög ungar að hafa blæðingar.
Stelpur byrja stundum mjög ungar að hafa blæðingar.

Þær stúlkur sem verða kynþroska snemma eiga á hættu að upplifa vanlíðan vegna hormónabreytinga.

Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að 1% stúlkna á aldrinum 4 til 11 ára finna fyrir þunglyndi og kvíða ári áður en þær byrja á blæðingum. Hlutfallið fer svo upp í 6% fyrir stúlkur á aldrinum 12-17 ára.

Við kynþroska fara hormónin á fullt og fólk verður mjög viðkvæmt, heilinn þroskast hins vegar síðar. Þetta misræmi verður til þess að fólk verður hætt við einhverri vanlíðan. Ungt fólk gæti túlkað þessar breytingar sem þrýsting til þess að fullorðnast og leiðist út í t.d. áfengisneyslu sem eykur enn á vanlíðan. 

Kynþroskaaldur lægri en áður

Rannsóknir hafa sýnt að kynþroskaaldur unglinga hefur lækkað á örfáum öldum. Ein rannsókn frá árinu 1860 gaf til kynna að stúlkur hæfu blæðingar í kringum sextán ára aldurinn en í kringum 1950 var aldurinn kominn niður í 13 ár. Aldurinn hefur hins vegar náð ákveðnum stöðugleika nú í vestrænum löndum.

„Þegar við horfum á aldur fyrstu blæðinga þá hefur hann verið stöðugur síðustu áratugi. Hins vegar eru margar stúlkur sem verða kynþroska miklu fyrr. Sérfræðingar telja að ástæðuna megi rekja til ytri þátta á borð við næringu,“ segir Dr. Nandita Vijayakumar, taugavísindamaður hjá Deakin háskólanum í viðtali við ABC. En fleiri stúlkur eru byrjaðar að fá brjóst í kringum níu ára aldur í vestrænum löndum en í kringum 10-13 ára í Afríku. 

„Markmið okkar er að fjölga okkur,“ segir Sarah Whittle vísindamaður við háskólann í Melbourne. „Ef það er aukin hætta í umhverfinu á að þú deyjir þá vill líkaminn hraða ferlinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert