Neita að sýna mynd um morð á George W. Bush

George W. Bush er myrtur í gerviheimildarmyndinni Death of a …
George W. Bush er myrtur í gerviheimildarmyndinni Death of a President. Reuters

Newmarket Films fyrirtækið sem sér um dreifingu á gerviheimildarmyndinni Death of a President, eða Dauði forseta, glímir nú við stórar kvikmyndahúsakeðjur í Bandaríkjunum sem neita að sýna myndina. Í myndinni er fjallað um morð á George W. Bush Bandaríkjaforseta árið 2007 og er þar blandað saman raunverulegu fréttaefni og tilbúnu.

Fyrirtækið stefnir á frumsýningu myndarinnar í Bandaríkjunum þann 27. október n.k. Einn af stofnendum Newmarket Films segir myndina vissulega umdeilanlega, hún sé áhrifamikill, pólitískur tryllir sem sé að mörgu leyti Bush í vil.

Stærsta kvikmyndahúsakeðja Bandaríkjanna, Regal Entertainment Group, ætlar ekki að sýna myndina þar sem yfirmönnum hennar þykir efni hennar ósmekklegt. Þá ætlar Cinemark USA keðjan ekki heldur að sýna hana og fyrirtækið National Amusements hefur ekki enn ákveðið hvort það ætli að sýna hana ní sínum kvikmyndahúsum.

Leikstjóra myndarinnar, Gabriel Range, var hótað lífláti fyrir frumsýningu hennar í Toronto í Kanada. Fréttavefur Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir