Hátt í 16 þúsund manns hafa séð Mýrina

Frá tökum á Mýrinni
Frá tökum á Mýrinni Júlíus

Íslendingar hafa tekið kvikmynd Baltasars Kormáks, Mýrinni, vel því tæplega sextán þúsund manns hafa séð mynda frá því að hún var frumsýnd í Skagafirði á miðvikudag. Tekjur af myndinni námu hátt í sextán milljónum króna um helgina og hefur einungis ein mynd áður gefið jafn mikið í kassann á fyrstu sýningarhelgi en það var þegar önnur myndin um galdrastrákinn Harry Potter var frumsýnd, að sögn Guðmundar Breiðfjörð, markaðsstjóra Senu.

Að sögn Guðmundar hefur engin mynd verið jafn vel sótt á einum degi eins og Mýrin í gær. Guðmundur er mjög ánægður með að Íslendingar mæti loksins í kvikmyndahús að sjá íslenska mynd en hann segir að allur sá mikli fjöldi fólks sem hefur lesið Mýrina sem og aðrar bækur Arnaldar Indriðasonar hjálpi mikið til.

Myndin er sýnd í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri, Selfossbíói og Sambíóunum Keflavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir