Bundchen segir lystarstol stafa af skorti á fjölskylduböndum

Bundchen á tískusýningu í Ríó á föstudaginn.
Bundchen á tískusýningu í Ríó á föstudaginn. Retuers

Brasilíska fyrirsætan Gisele Bundchen segir að lystarstol megi rekja til skorts á sterkum fjölskylduböndum, fremur en að tískuiðnaðinum sé um að kenna.

„Ég hef aldrei átt við þetta að stríða vegna þess að ég hafði mjög sterk tengsl við fjölskyldu mína,“ sagði Bundchen í viðtali við brasilíska blaðið Globo. „Foreldrarnir bera ábyrgðina, ekki tískuiðnaðurinn.“

Mikið hefur verið rætt um lystarstol í Brasilíu undanfarið í kjölfar dauða fjögurra ungra kvenna í síðasta mánuði, þ.á m. fyrirsætunnar Ana Carolina Reston.

„Það vita allir að ætlast er til að fyrirsætur séu grannar,“ sagði Bundchen. „En það er ekki hægt að alhæfa og segja að allar fyrirsætur séu haldnar lystarstoli.“

Bundchen er 26 ára. Þegar hún var fjórtán ára hélt hún til Japans og vann við fyrirsætustörf í þrjá mánuði. Hún segir að stuðningur fjölskyldunnar hafi ráðið úrslitum fyrir sig.

„Maður fer að heiman, undan verndarvæng foreldranna, en maður veit samt að þeir styðja mann,“ sagði Bundchen, sem á fimm systur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson