Listamaðurinn Victor-Hugo sækist eftir útnefningu til forseta Bandaríkjanna

Victor-Hugo Vaca II hefur lítið álit á George W. Bush …
Victor-Hugo Vaca II hefur lítið álit á George W. Bush . AP

Umdeildur listamaður í New York, Victor-Hugo Vaca II, tilkynnti í gær að hann sæktist eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum sem haldnar verða á næsta ári. Vaca II myndi þá keppa við demókratana Hillary Clinton og Barack Obama, sem bæði sækjast eftir embættinu.

Í yfirlýsingu Vaca II segir að hann sækist eftir forsetaembættinu í kjölfar listaverkaraðar sinnar sem ber nafnið „Lög og regla í Bandaríkjunum“. Vaca II vill með þessu sýna aðdáendum sínum hversu erfitt eða auðvelt það er fyrir innfæddan Bandaríkjamann að bjóða sig fram í mestu valdastöðu í heimi. Að auki vill hann hvetja þá kynslóð, sem hann segir stjórnmálamenn hafa logið að, til að taka þátt í stjórnmálum.

Vaca II segir greinilegt að forseti Bandaríkjanna þurfi hvorki að vera greindur né með heilbrigða skynsemi, George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi sannað það. Það þurfi gríðarlega há fjárframlög frá hinum og þessum stuðningsmönnum. Artinfo listavefurinn segir frá þessu.

Vefsíða listamannsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir