Þrír segjast vera feður dóttur Önnu Nicole

Frederick von Anhalt ræðir við blaðamenn utan við heimili sitt …
Frederick von Anhalt ræðir við blaðamenn utan við heimili sitt í Los Angeles í gærkvöldi. AP

Þriðji karlmaðurinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem segjast vera feður fimm mánaða gamallar dóttur fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith, sem lést sl. fimmtudagskvöld. Í gær hélt Frederick von Anhalt, prins, eiginmaður ungversku leikkonunnar Zsa Zsa Gabor, blaðamannafund og sagðist hafa átt í ástarsambandi við Smith undanfarin 10 ár og ætti hugsanlega barnið.

Hinir mennirnir tveir eru Howard K. Stern, lögmaður og fylgisveinn Smith, og Larry Birkhead, fyrrum kærasti.

Þessar óvenjulegu faðerniskröfur kynnu að skýrast af því, að litla stúlkan gæti erft milljónir dala eftir móður sína falli dómar í deilum við dánarbú fyrrum eiginmanns Smiths henni í vil. Smith giftist milljarðamæringnum J. Howard Marshall II árið 1994. Hún var þá 26 ára og hann 89 ára. Marshall lést rúmu ári síðar og hófs þá mikil barátta Smith og ættingja Marshalls um arfinn. Sú deila er enn óleyst.

Smith sagði sjálf, að Stern væri faðir dóttur sinnar en Birkhead krafðist þess að gerð yrði erfðafræðileg rannsókn til að úrskurða um faðernið. Nú hefur Frederick von Anhalt, sem er á óræðum sjötugsaldri og titlar sig prins, bæst í hóp hugsanlegra feðra.

Dómari úrskurðaði í gær, að lík Smith yrði ekki grafið fyrr en dómstólar væru búnir að komast að niðurstöðu í faðernismálinu.

Anna Nicole og Howard Stern með Dannielynn Hope.
Anna Nicole og Howard Stern með Dannielynn Hope. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir