Íslenskur dagur á erlendri tónlistarsíðu á Netinu

Hljómsveitin Telepathetics hefur nýtt sér Amie Street.
Hljómsveitin Telepathetics hefur nýtt sér Amie Street.

Tónlistarmiðillinn Amie Street stendur fyrir sérstakri kynningu á íslenskri tónlist í dag, 19. febrúar. Amie Street er tónlistarverslun á Netinu þar sem hver sem er getur opnað verslun og selt tónlist sína.

Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa nýtt sér þetta og selja tónlist í gegnum Amie Street.

Á meðal þessara hljómsveita eru Telepathetics, Tony the Pony, Bob, Beatmaking Troopa, Steve Sampling, Shima, Morðingjarnir, Pönkbandið Fjölnir og Johnny and the Rest.

Sérstaða Amie Street felst í því að verð tónlistarinnar fer eftir eftirspurn. Öll lög eru ókeypis í fyrstu en hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, og fara hæst í 98 bandarísk sent. Lögin verða sem sagt verðmætari eftir því sem þau verða vinsælli. Ólíkt mörgum öðrum tónlistmiðlum er ekkert sérstakt áskriftargjald á síðunni, auk þess sem hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum.

Umbun fyrir meðmæli

Þá geta þeir sem kaupa lög á Amie Street mælt með þeim lögum sem þeir kaupa, en á síðunni er svokallað meðmælakerfi. Í því felst að þeir sem mæla með lögum sem síðar verða vinsæl fá sérstaka umbun fyrir.

Kynningin í dag fer þannig fram að á síðuna verður settur sérstakur pistill um íslenska tónlist, auk þess sem hann verður sendur til allra meðlima Amie Street. Jafnframt því verður pistillinn sendur sem fréttatilkynning til um 300 fjölmiðla og útgáfufyrirtækja erlendis.

Samhliða þessari kynningu geta þeir sem skrá sig inn á Amie Street nýtt sér kynningarkóðann "iceland". Hann virkar þannig að þegar viðkomandi skráir sig inn á síðuna setur hann orðið "iceland" inn þar sem stendur "promotional code".

Þá fær viðkomandi kredit til þess að ná í tónlist á síðunni.

Vefsíða Amie Street

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir