Harðar deilur um hvílustað Önnu Nicole Smith

Vergie Arthur, móðir Önnu Nicole grét við réttarhöldin í dag.
Vergie Arthur, móðir Önnu Nicole grét við réttarhöldin í dag. Reuters

Kærasti Önnu Nicole Smith heitinnar, Howard K. Stern, mætti í dómssal í dag með það fyrir augum að ná fram því sem hann sagði að hefði verið ósk hennar um hinsta hvílustað. Það eru tólf dagar síðan hún lést í Flórída og nú er bæði barist í réttarsölum í Flórída og Kaliforníu um hvað eigi að gera við jarðneskar leifar hennar sem og um faðerni dóttur hennar.

Enn er verið að rannsaka hver dánarorsökin var og þar sem ekki liggur fyrir skrifleg ósk Önnu Nicole um hinsta hvílustað þá mun Seidlin dómari hlíða á vitnisburð þeirra sem telja sig vita hverjar óskir hennar í þeim málum voru.

Stern vill láta grafa hana á Bahamaeyjum í grafreit við hlið sonar hennar, Daniels, sem lést í September. Móðir Smith, Virgie Arthur, vill hins vegar láta jarðsetja hana heima í Texas þar sem hún ólst upp.

Faðernismálið hefur einnig tafið fyrir áætlunum um jarðarför því Larry Birkhead, fyrrum ástmaður Smith hefur farið fram á að annað sýni verði tekið úr líkama Smith sem hann vonast til að sanni að hann sé faðir hinnar ungu dóttur Smiths, Dannielynn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka