Jackson segist ekki myndu breyta neinu á ferlinum

Michael Jackson á MTV tónlistarverðlaununum í Japan í janúar sl.
Michael Jackson á MTV tónlistarverðlaununum í Japan í janúar sl. Toru Hanai

Michael Jackson mætti til teitis í borginni Tókýó í gær þar sem aðdáendur popparans höfðu greitt andvirði um 230.000 króna fyrir að berja hann augum. Í veislunni las Jackson upp af blaði skilaboð til viðstaddra þar sem han m.a. sagðist ekki sjá eftir neinu á ferli sínum.

,,Ég hef verið í skemmtanaiðnaðinum síðan ég var sex ára gamall. Eins og Charles Dickens sagði, þetta hafa verið hinir bestu tímar, og þeir verstu. En ég myndi engu breyta varðandi feril minn”.

Jackson las yfirlýsinguna upp af blaði og sagði jafnframt að þótt sumir hefðu vísvitandi reynt að koma höggi á sig þá tæki hann slíku af jafnaðargeði þar sem hann ætti góða fjölskyldu og vini sem styðji sig.

Skipuleggjendur teitisins segjast hafa selt 300 miða sem þýðir að aðdáendur greiddu um 69 milljónir fyrir að vera nærri Jackson. Jackson er í miklum fjárhagslegum kröggum, að því er fjölmiðlar hafa greint frá, en hann hefur undanfarið dvalið í Barein. Jackson söng hvorki né dansaði í veislunni, en flutti hins vegar áðurnefnda yfirlýsingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir