Fleiri pör sofa í sitthvoru herberginu

Fólk velur sé hinar ýmsu svefnaðstæður. Hér sofa þreyttir skrifstofumenn …
Fólk velur sé hinar ýmsu svefnaðstæður. Hér sofa þreyttir skrifstofumenn í Japan. AP

Sífellt fleiri pör í Bandaríkjunum velja að sofa í sitthvoru herberginu, samkvæmt því sem fram kemur í könnun sem gerð var meðal byggingamanna sem sérhæfa sig í byggingu einkaheimila og spá samtök þeirra því að árið 2015 verði 60% nýbyggðra heimila í landinu með aðskildum svefnherbergjum parsins á heimilinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sérfræðingar segja að rekja megi þróunina til þess að fólk vilji tryggja að það fái góðan svefn og um leið tryggja jafnvægi í sambandinu. Þá segja þeir aðskilin svefnherbergi hafa leyst vanda margra para en fram til þessa hafa aðskilin svefnherbergi gjarnan verið álitin merki um erfiðleika í samskiptum hjóna.

Sérfræðingar segja einnig að breytt kynjahlutverk innan sambanda, vaktavinna beggja aðila og þátttaka feðra í uppeldi barna sinna hafi aukið þörfina á aðskildum svefnherbergjum hjóna Þá sagði fjölskylduráðgjafinn Stephanie Coontz, í viðtali við New York Times að nútímapör séu mörg hver svo örugg með sig og samband sitt að þau telji sig ekki þurfa að sofa í sama herbergi og makinn líki þeim það ekki. „Ég tel ekki að þetta segi nokkurn hlut um kynlíf fólks,” segir hún

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson