Heather Mills lækkar skilnaðarkröfur sínar

Heather Mills og Paul McCartney.
Heather Mills og Paul McCartney. Reuters

Heather Mills, fyrrum eiginkona Bítilsins Paul McCartney, er nú sögð íhuga alverlega að taka tilboði hans um 29 milljón punda eða andvirði 3,8 milljarða íslenskra króna eingreiðslu í tengslum við skilnað þeirra en áður hafði hún krafist þess að fá 10.000 pund á dag eða andvirði 1,31 milljóna íslenskra króna, í framfærslueyri fyrir sig og þriggja ára dóttur þeirra. Þá er hún sögð hafa fallið frá kröfu sinni um að fara ein með forræði dótturinnar Beatrice. Paul er hins vegar sagður hafa fallist á að leggja tvær milljónir punda í öryggisgæslu fyrir Heather á meðan á skilnaðarferli þeirra stendur.

„Það er ótrúlegt hvað hlutirnir hafa breyst hratt. Heather hefur gefið margt eftir m.a. varðandi peningakröfur hennar og kröfu hennar um fullt forræði. Við gerum nú ráð fyrir að hún fallist á samkomulag,” segir ónefndur heimildarmaður News of the World „Afstaða hennar hefur breyst mjög mikið. Lögfræðingar Paul höfðu áhyggjur af því að hún myndi leggja enn meira undir og hóta að flytja frá Bretlandi með Beatrice. Það getur verið að það taki nokkrar vikur að ná samkomulagi en þau eru á réttri leið.

Auk þess sem talið er líklegt að Heather fái a.m.k. 25 milljónir punda í eingreiðslu er gert ráð fyrir að hún fái heimili þeirra í St John's Wood í London sem metið er á fjórar milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir