Dómari í máli Önnu Nicole Smith tekinn með fíkniefni

Lawrence Korda var tekinn með maríjúana og gert að mæta …
Lawrence Korda var tekinn með maríjúana og gert að mæta fyrir rétt. Reuters

Einn af dómurunum í málaferlunum sem skutu upp kollinum eftir dauða fyrrum Playboy-fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith hefur verið tekinn með maríjúana í fórum sínum að sögn lögreglu.

Dómarinn Lawrence Korda var gert að mæta fyrir rétt þegar hann var tekinn er hann sást reykja maríjúana-vindling í almenningsgarði í Hollywood í Flórída, skammt frá hótelinu þar sem Smith andaðist þann 8. febrúar sl.

Eftir dauða Smith hafði Korda boðað til réttarhalda í skyndingu svo ákveða mætti hvort taka ætti DNA-sýni til að komast að raun um hver væri barnsfaðir dóttur Smith, sem er nú sex mánaða gömul.

Annar dómari, Larry Seidlin, táraðist þegar hann sagði seint í febrúar að hann vildi að Smith yrði grafin á Bahama-eyjum.

Í framhaldinu voru DNA-sýni tekin svo komast mætti að því hver faðirinn sé, en lík Smith var geymt í líkhúsinu til 2. mars sl. á meðan barist fyrir dómstólum um það hver myndi hljóta umráðarétt yfir líki Smith.

Hún var lokst jarðsett á Bahama-eyjum 2. mars við einkaathöfn þar sem m.a. móðir hennar var viðstödd auk Howards K. Sterns, sambýlismanns hennar til margra ára, og Larry Birkhead, sem var fyrrum kærasti Önnu Nicole Smith.

Jarðarförin batt hinsvegar ekki enda á þær lagaþrætur og missætti sem hafði sett mark sitt á líf fyrrum fyrirsætunnar.

Búist er við því að yfirvöld í Flórída muni tilkynna síðar í þessari viku hvað olli dauða Smith. Hún var 39 ára þegar hún lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir