Ófeðraður Pollock eða svindl

Fyrir tveimur árum fundust vestur í Ameríku áður óþekkt málverk, sem litu út fyrir að geta verið eftir málarann kunna Jackson Pollock. Málverkafundurinn olli töluverðu uppnámi meðal listfræðinga og hvelli, sem enn hefur ekki þagnað til fulls. Málverkin hafa verið rannsökuð í þaula af sérfræðingum, efnagreind og reyndar greind á þá allra handa máta sem þekkjast, bæði í Harvardháskóla og víðar.

Niðurstaða rannsóknanna leiddi til þess að Pollock-sérfræðingar sem áður áttu sér engin sérstök deiluefni, skiptast nú í tvær fylkingar sem eiga í hatrömmum deilum um uppruna nýfundnu málverkanna. Deilan er nú farin að bergmála inn í listheiminn og listmarkaðinn.

Búið að selja nokkur verk

Maðurinn sem fann málverkin, Alex Matter, sonur góðvina Pollocks, Herberts og Mercedes Matter, hefur selt nokkur málverkanna og farið leynt með söluna, en hann hafði áður lýst því yfir í fjölmiðlum, að hann hefði engan áhuga á að hagnast á fundi málverkanna umdeildu. Matter hefur ekkert opinberað um sölu neinna af verkunum þrjátíu og tveimur.

Ellen Landau, einn helsti sérfræðingur heims um verk Pollocks hefur sagst trúa því að fundnu verkin væru eftir hann. Nýjustu vísindarannsóknir benda þó til þess að þau séu það ekki.

Enginn friður í bráð

Vísbendingar um að Matter hefði selt einhver verkanna komu í ljós þegar Charles Bergmann stjórnandi Pollock-Krasner stofnunarinnar, sem hefur umsjón með arfi Pollocks hitti Ronald Feldman galleríeiganda í New York, sem kvaðst hafa keypt ótilgreindan fjölda verkanna og ætti hann nokkur þeirra í félagi við Matter.

Ronald Spencer lögfræðingur Pollock-Krasner stofnunarinnar hefur sagt að grunur leiki á að nokkur verk hafi verið seld öðrum listaverkamiðlurum eða -söfnurum.

Ronald Feldman hefur ekkert viljað tjá sig um kaupverð verkanna, og reyndar er óvíst hvort hann á nokkurt þeirra enn eða hvort hann hefur selt þau. Komi í ljós, að verkin séu ekki eftir Pollock, en að reynt hafi verið að selja þau sem hans verk, gæti það orðið til þess að koma listmarkaðnum í enn meira uppnám, og hugsanlega skaða orðstír málarans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir