Pitt hefur gjörbreytt Jolie

Bróðir Angelinu Jolie segir Brad Pitt algjörlega hafa breytt systur …
Bróðir Angelinu Jolie segir Brad Pitt algjörlega hafa breytt systur sinni, og þá til hins betra. Reuters

Bróðir leikkonunnar Angelinu Jolie, James Haven, segir að samband hennar við Brad Pitt hafi gjörsamlega breytt lífi hennar. Haven segist vera þess fullviss að Jolie hafi fundið sér lífsförunaut í Pitt, en áður hafði hún verið gift leikurunum Johnny Lee Miller og Billy Bob Thornton.

Þá er Jolie í dag fjögurra barna móðir. Hún á eitt barn með Pitt, stúlkuna Shiloh Nouvel, og þá hefur hún ættleitt þrjú börn, Maddox, Zahara Marley og Pax Thien.

„Brad hefur breytt systur minni heilmikið. Þau tengjast afar sérstökum böndum, sem eru ekki á þessum venjulegu nótum,“ segir Haven, sem er 33 ára.

„Hann er frábær með henni og þá hef ég aldrei séð annan eins barnahóp sem styður við bakið hvert á öðru,“ segir hann.

„Brad er henni mikill styrkur. Þegar hún er berskjölduð sýnir hann alveg ótrúlegan styrk. Hún segir að hún hefði ekki getað ættleitt fleiri börn eftir Maddox nema með honum,“ segir Haven og heldur áfram: „Ég hef aldrei orðið var við neina spennu á milli þeirra, og ef áfram heldur sem horfir þá munu þau verja ævinni saman.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir