Lohan svekkt yfir að þurfa í áfengismeðferð

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. AP

Lindsay Lohan hafði heitið því að fyrr myndi hún dauð liggja en fara í áfengismeðferð, og varð því ákaflega ósátt við sjálfa sig þegar það var orðið ljóst að í meðferðina yrði hún að fara. Lohan er tvítug. Hún sagði í viðtali við Allure að þrátt fyrir að vera hætt að drekka ætli hún ekki að hætta að fara í partý.

„Það er svo skrítið að ég skyldi fara í meðferð. Ég var búin að lýsa því yfir að ég myndi deyja frekar en að fara í meðferð,“ segir Lohan í viðtalinu.

Þar upplýsir hún ennfremur að sér finnist hún þurfa að vernda ástvini sína. „Þegar vinir mínir og ættingjar eru með mér finnst mér þeir vera öruggir. Þegar vinir mínir hafa yfirgefið mig hef ég orðið vitni að því hvernig allt hefur hrunið. Þeim er ekki óhætt án mín.“

Lohan segist hafa af því dálitlar áhyggjur að aðdáendur sínir séu orðnir þreyttir á villtu líferni sínu. „Kannski væri ráðlegt að láta lítið fyrir sér fara og ná bata,“ segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu ekki fagurgala annarra villa þér sýn. Þér kann að þykja það erfitt hversu vinur þinn er hikandi við að standa við sinn hluta af skuldbindingum ykkar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio