Birkhead hrósar Stern

Larry Birkhead með Howard K. Stern og Virgie Arthur.
Larry Birkhead með Howard K. Stern og Virgie Arthur. Reuters

Bandaríski ljósmyndarinn Larry Birkhead hefur varið Howard K. Stern, lögfræðing og sambýlismann Önnu Nicole Smith en báðir kröfðust þeir þess að vera úrskurðaðir feður ungrar dóttur Önnu Nicole. Segir Birkhead Stern hafa veitt sér mikla aðstoð frá því Birkhead var úrskurðaður faðir barnsins.

það virðist ólíklegt en hann hefur verið mjög hjálplegur. Hann hefur verið með Dannielynn undanfana mánuði og hann veit hvað henni líkar og hvað ekki og fleira þess háttar sem ég þarf að vita. Hann hrósar mér þegar ég geri vel og bendir mér á hvað ég á að gera aðeins öðruvísi en ég geri," segir hann í viðtali við bandaríska tímaritið OK! "Fólk kennir honum um allt en Anna var sjálfstæð kona sem vissi hvað hún vildi. Það komu upp deildur á milli okkar og þá gerast svona hlutir. Ég er bara þakklátur fyrir að fólk getur komist að samkomulagi vegna Dannielynn."

Virgie Arthur, móðir Önnu Nicole, berst nú við Birkhead um forræði barnsins en hún heldur því fram í kröfu sinni að Birkhead hafi einungis verið einnar nætur ævintýri og sæðisgjafi í lífi Önnu Nicole. Áður hafði hún hins vegar lýst yfir stuðningi við hann í deilunni við Stern um feðrun barnsins."

"Það ruglar mann í ríminu að hún skuli sýna mér hlýju og síðan skuli hún fara fram á forræði og lögfræðingar hennar segja að Larry hafi einungis verið sæðisgjafi og einnar nætur ævintýri. Síðan koma þau öll og taka í höndina á mér. Maður klórar sér bara í kollinum og spyr; Hvað er í gangi hérna?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir