Hvað bíður Parísar á bak við lás og slá?

París með foreldrum sínum eftir að dómur var kveðinn upp …
París með foreldrum sínum eftir að dómur var kveðinn upp í gær. Reuters

París Hilton mun afplána 45 daga fangelsisdóm sem hún hlaut í gær fyrir ítrekuð umferðarlagabrot í Century-kvennafangelsinu í Los Angeles. Þar eru um 2.200 fangar, en París mun líkt og annað frægt fólk sem fer í fangelsi væntanlega dvelja ein í klefa af öryggisástæðum.

Það verður líklega heldur þröngur klefi, gárungarnir hafa sagt að hann verði minni en fataskápurinn hennar, kannski um 10 fermetrar með 50 sm breiðum glugga.

Morgunverður er borinn fram á milli klukkan sex og hálf átta, en líklega hefur París oftar en ekki verið á heimleið úr samkvæmum á þeim tíma sólarhrings. Bornir eru fram þrír málsverðir á dag, og einungis kvöldverðurinn er heitur. Og það er fuglakjöt í öll mál.

Þeir sem dvelja í einangrun í Century-fangelsinu fá að fara úr klefum sínum í einn klukkutíma á dag til að fara í sturtu, horfa á sjónvarpið, viðra sig undir berum himni og tala í símann.

En það er enga farsíma eða Blackberry að hafa - bara gamaldags snúrusíma, og borga þarf fyrirfram fyrir símtöl.

Frægt fólk fær stundum heimild til að afplána fangelsisdóma í fangelsi að eigin vali, eins og þegar Sean Penn fann lítið fangelsi í Bridgeport, afskekktum bæ í útjaðri Sierra-eyðimerkurinnar, til að sitja af sér 60 daga dóm er hann hlaut fyrir að leggja hendur á ljósmyndara 1987.

En dómarinn sem dæmdi París í fangelsi í gær gaf henni engan kost á slíku. Hún á að mæta í Century-fangelsið 5. júní.

Century-fangelsið í LA.
Century-fangelsið í LA. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir