Kryddpíunum boðnar fúlgur fjár fyrir endurkomu

Kryddpíurnar með Karli Bretaprins.
Kryddpíurnar með Karli Bretaprins. AP

Kryddpíurnar, eða Spice Girls, hafa fengið fimm milljóna punda boð, sem nemur um 634 milljónum íslenskra króna, fyrir að koma saman og spila á tónleikum um jólin.

Þær Mel B, Victoria Beckham, Geri Halliwell og Emma Bunton hittust allar í Lundúnum á miðvikudagskvöldið þar sem slegið var upp mikilli veislu í tilefni af 32 ára afmæli Davids Beckham, eiginmanns Victoriu. Veislan fór fram á ítalska veitingastaðnum Cipriani og fóru stúlkurnar fljótlega að ræða um endurkomu sveitarinnar. "Mel B hafði sagt öllum að hún væri að fara til Lundúna til þess að óska David til hamingju með afmælið. Sannleikurinn er hins vegar sá að hún fór til þess að ræða við hinar stelpurnar um að taka þessu boði, og þær langar virkilega til þess," sagði heimildarmaður dagblaðsins The Sun.

Fór að gráta

Fimmta kryddpían, Mel C, sem ekki var í veislunni, er einnig sögð hafa mikinn áhuga. Ekki er hins vegar vitað hver hefur boðið stúlkunum þessa upphæð.

Annars dró til tíðinda þegar á veisluna leið en Mel B, sem hefur staðið í stappi við fyrrum kærasta sinn, Eddie Murphy, brast í grát og opnaði sig fyrir Joanne, systur Davids. Mel vill fá Murphy til þess að fara í faðernispróf til að fá úr því skorið hvort hann sé faðir nýfæddrar dóttur hennar. "Þetta var í fyrsta skipti sem hún fór út á lífið síðan barnið fæddist og hún var mjög tilfinningarík," sagði einn gesta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav