Fangelsisdómurinn mun líklega auka vinsældir Parísar

París kemur úr réttinum í fyrradag.
París kemur úr réttinum í fyrradag. Reuters

París Hilton les ekki póstinn sinn. „Það er fólk sem gerir það fyrir mig,“ sagði hún við dómara. Hún les ekki lögfræðipappíra og umferðasektir. „Ég skrifa bara undir það sem mér er sagt að skrifa undir,“ sagði hún fyrir rétti.

Hún hefur nú verið dæmd í 45 daga fangelsi, en sérfræðingar segja að engu skipti hvernig París farnist í fangelsinu, hún verði í kjölfarið enn vinsælli en áður.

„Þetta mun reyndar hækka stjörnustatus hennar á mjög sjúklegan og svívirðilegan máta,“ segir Michael Levine, sem starfað hefur sem fréttafulltrúi um langt skeið.

„Hluti samfélagsins er einhvernveginn flæktur í sápuóperuna sem París Hilton er, og þetta er ákaflega grípandi þáttur í fléttunni í sápuóperunni,“ segir Levine.

Þegar París hlaut dóminn á föstudaginn sagði hún dómaranum að hún hefði ekki haft tíma til að ræða við lögfræðingana sína um skilorðsákvæðin sem fylgdu fyrri dómum og hún var nú dæmd fyrir brot á. „Ég hef svo mikið að gera,“ sagði hún.

Þetta kæruleysi er hluti af því sem gerir París athyglisverða og spennandi, segir David Brokaw, sem lengi hefur unnið við útgáfu.

„Grundvallaratriðið í því sem gerir hana fræga eru óknyttir. Þetta er framaskref fyrir hana. Hún getur einungis grætt á þessu,“ segir Brokaw, og bætir við að með því að vera óhlýðin dragi París að sér meiri athygli.

Brokaw rifjar upp að þegar kynlífsmyndbandið alræmda af París varð opinbert fékk hún ekki skömm í hattinn heldur varð fræg. „Þessi stelpa virðir allar samfélagsreglur að vettugi, og hún hlýtur mikla umbun fyrir það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lendir í útistöðum við náinn vin og tilfinningar þínar eru í uppnámi. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav