Köngulóarmaðurinn enn á toppnum vestanhafs

Tobey Maguire í myndinni um Köngulóarmanninn.
Tobey Maguire í myndinni um Köngulóarmanninn.

Þriðja kvikmyndin um Köngulóarmanninn fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina þótt aðsóknin væri ekki í líkingu við þá sem hún fékk um síðustu helgi. Tekjur af myndinni námu 60 milljónum dala og samtals eru tekjurnar 242,1 milljón dala á 10 daga tímabili, sem er met.

Spennuhryllingsmyndin 28 Weeks Later fór beint í 2. sæti aðsóknarlistans en tekjur af sýningu hennar námu 10 milljónum dala. Þá fór gamanmyndin Georgia Rule, með Lindsay Lohan, Jane Fonda og Felicity Huffman í aðalhlutverkum, beint í 3. sætið. 5. sætið fór ný gamanmynd, Delta Farce með Larry the Cable Guy í aðalhlutverki.

Aðsóknarlistinn lítur svona út:

  1. Spider-Man 3
  2. 28 Weeks Later28 Weeks Later
  3. Georgia Rule
  4. Disturbia
  5. Delta Farce
  6. Fracture
  7. The Invisible
  8. Hot Fuzz
  9. Next
  10. Meet the Robinsons.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg