Örlög strandaglópa ráðin

Framleiðendur sjónvarpsþáttanna Lífsháska, Lost, segja handritshöfunda hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að enda ævintýrið mikla. Haldnar voru rithöfundabúðir þar sem menn skeggræddu og komust að niðurstöðu. Síðasti þátturinn verður sýndur á vordögum árið 2010.

Í Lífsháska segir af eftirlifendum flugslyss sem þurfa að bjarga sér á ókunnri eyju í marga mánuði og komast þar í kynni við yfirnáttúruleg öfl og óþjóðalýð. Þrjár þáttaraðir verða framleiddar til viðbótar, og verða þær sýndar að vetri til næstu þrjú árin. 48 þættir eru eftir og ævintýrið því alls ekki úti.

Damon Lindelof, annar tveggja höfunda Lífsháska, segir að til standi að svara spurningum í stað þess að spyrja þeirra, eins og gert hefur verið hingað til. Tökur á næstu þáttaröð hefjast í ágúst en sýningar á þáttunum hefjast ekki fyrr en í janúar 2008.

"Við getum augljóslega ekki beðið fram að 48. þætti með að leysa úr öllum ráðgátunum," sagði Lindelof á blaðamannafundi í fyrradag. Aðstoðarframleiðandi þáttanna, Carlton Cuse, telur ólíklegt að hægt sé að finna endi sem öllum þóknast. "Von okkar er að endirinn verði rökréttur miðað við söguna," segir Cuse.

Vandi framleiðenda nú er að halda fólki áhugasömu, því nú tekur við átta mánaða bið eftir næsta þætti. Síðasti þáttur þriðju þáttaraðar var sýndur fyrir tæpum mánuði í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson