Breyttu lagatitli eftir Ísafjarðardvöl

Samúel Jón Samúelsson
Samúel Jón Samúelsson mbl/Golli

Ákveðið hefur verið að breyta nafni lags á nýrri plötu Stórsveitar Samúels Jóns Samúelssonar, í kjölfar heimsóknar sveitarinnar til Ísafjarðar fyrir skemmstu. Í heimsókn sinni kynntust hljómsveitarmeðlimirnir nýjung í matargerð sem heillaði þá svo mikið að lagið BBQ ribs heitir nú Muurikka.

„Okkur var boðið í mat inn í kúabú til Jóns og Möggu [Jóns Sigurpálssonar og Margrétar Gunnarsdóttur] þar sem þau höfðu komið fyrir nýstárlegri græju úti á svölum,“ segir forsprakki sveitarinnar, Samúel Jón Samúelsson. „Þetta líktist einna helst risastórri pönnu og við hana stóð Muggi [Guðmundur M. Kristjánsson] og steikti lúðu fyrir okkur.“

Pönnurnar, sem heita Muurikka, eru finnsk uppfinning og er löng hefð fyrir notkun þeirra þar í landi. Þær eru hins vegar nýlegar hér á landi. „Muurikkan sló í gegn hjá okkur í bandinu. Þegar kom svo að því að leika lagið BBQ ribs á tónleikunum um kvöldið fannst okkur ekki annað hægt en að tileinka lagið pönnunni og endurskírðum það Muurikka!“ Á tónleikunum var þetta tilkynnt tónleikagestum og myndaðist skemmtileg stemmning þegar gestirnir kyrjuðu nafn pönnunnar í takt við lagið.

Það er Þorsteinn Þráinsson, matreiðslumeistara á Ísafirði, sem flytur Muurikka pönnurnar inn til Íslands. Þorsteinn kynntist þessari hugmynd á ferðalagi um Finnland. „Mér þótti spennandi að prófa þetta en þetta fyrirfinnst á hverju heimili í Finnlandi. Stemningin er svipuð og við grillið en pönnurnar eru miklu fyrirferðarminni og mun einfaldari í uppsetningu. Í raun er einfalt mál að pakka þeim saman til að taka með í útilegu, upp í sumarbústað eða í partý í næsta garð. Sem matreiðslumaður hef ég mjög gaman af að elda á þeim og hef sömuleiðis fengið mjög jákvæð viðbrögð frá mörgum matreiðslumönnum sem ég hef kynnt pönnurnar fyrir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að standa fast á þínum rétti, hver svo sem að þér sækir. Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærðið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka