J.K. Rowling aftur sest við skriftir

J.K. Rowling situr ekki með hendur í skauti sér þrátt …
J.K. Rowling situr ekki með hendur í skauti sér þrátt fyrir að ævintýrið um Harry Potter sé að baki. AP

Breski rithöfundurinn J.K. Rowling er aftur sest við skriftir aðeins örfáum dögum eftir að síðasta bókin um Harry Potter kom út. Rowling sagði í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today að henni þyki leiðinlegt að ævintýrið um Harry Potter sé að baki, en hún sagði jafnframt að hún muni aldrei leggja frá sér pennann og hætta að skrifa.

„Ég er eiginlega að skrifa tvær bækur þessa dagana,“ sagði hún. „Önnur þeirra er ætluð börnum og hin er ekki ætluð börnum.“

Ellefu milljón eintök af Harry Potter and the Deathly Hallows seldust á fyrsta sólarhringum eftir að bókin var gefin út. Alls hafa um 325 milljón eintök verið seld af fyrstu sex bókunum um allan heim. Þá hafa bækurnar verið þýddar á 64 tungumál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með réttum félaga getur þú myndað sterkt bandalag til að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu samt að ganga hægt um gleðinnar dyr svo ekki fari allt í vitleysu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir