Óvænt Íslandsferð Kim Wilde

Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.
Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.

Breska poppstjarnan Kim Wilde eyddi nóttinni óvænt á Íslandi. Til stendur að hún komi fram á tónlistarhátíð í Færeyjum í kvöld ásamt danska söngvaranum Bryan Rice. Þau lögðu af stað með flugvél frá Kaupmannahöfn í gær en flugvélin varð að lenda á Egilsstöðum vegna þess að ekki var hægt að lenda í Vogum í Færeyjum vegna þoku.

Reyna átti nú í morgun að fljúga til Færeyja á ný. Að sögn færeyska blaðsins Sosialurin eru tónleikahaldarar rólegir því Rice á ekki að koma fram fyrr en síðdegis og Wilde klukkan 22 í kvöld.

Kim Wilde öðlaðist frægð á níunda áratug síðustu aldar og kom þá mörgum lögum á vinsældalista víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir