Birkhead og Stern samkynhneigðir svikarar?

Howard K. Stern og Larry Birkhead með Virgie Arthur, móður …
Howard K. Stern og Larry Birkhead með Virgie Arthur, móður Önnu Nicole Smith. Reuters

Larry Birkhead og Howard K. Stern sem fyrr á árinu deildu hart um það hvor þeirra væri faðir eins árs gamallar dóttur fyrirsætunnar Önnu Nicole Smith eru nú sakaðir um að hafa lagt á ráðin um það árum saman að komast yfir fjármuni Önnu Nicole.

Það hefur vakið athygli að mennirnir bundust vinaböndum eftir að erfðaefnisrannsókn leiddi í ljós að Birkhead væri faðir stúlkunnar. Áður hafði Stern hafði verið skráður faðir stúlkunnar og barðist hann harkalega gegn því að erfðaefnisrannsókn færi fram í kjölfar andláts Önnu Nicole.

Þá er því haldið fram í væntanlegri bók blaðakonunnar Ritu Cosby Blonde Ambition: The Untold Story Behind Anna Nicole Smith's Death að mennirnir hafi átt í ástarsambandi árum saman og lagt á ráðin um að komast yfir fjármuni Smith.

Í bókinni er m.a. vitnað í Jackie Hatten, sem sögð er hafa verð náin vinkona Önnu Nicole. Segir hún fyrirsætuna hafa vitað að mennirnir væru samkynhneigðir en að hún hafi ákveðið að eiga barn með Birkhead þar sem hún hafi viljað eignast barn sem líktist honum. Þá sakar hún báða mennina um að hafa útvegað Önnu Nicole lyfseðilsskyld lyf en hún lést af of stórum skammti svefnlyfja og annarra lyfja.

Mennirnir hafa báðir vísað fullyrðingum Cosby á bug og hótað henni lögsókn verði bókin gefin út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig langar til að hafa muni er tengjast fortíðinni í kringum þig. Nú er líka rétti tíminn til þess að fara eftir ábendingum vina, ekki síst ef um er að ræða eitthvað sem léttir þér lífið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir