Garðar Thor arftaki Pavarottis?

Garðar Thor Cortes á Wembley.
Garðar Thor Cortes á Wembley. mbl.is

Lundúnablaðið The Telegraph veltir því fyrir sér í dag hver muni geta tekið við af Luciano Pavarotti sem er nýlátinn. Þar eru nefndir fjórir söngvarar sem gætu fetað í fótspor Pavarottis bæði hvað almennar vinsældir á stórtónleikum og hæfileika í hefðbundnum óperusöng varðar. Einn þeirra sem nefndir eru er enginn annar er Garðar Thor Cortes.

Adam Sweeting hjá Telegraph segir að hinn íslenski tenór sem sé sonur konsertpíanista og óperutenórs þekki sannarlega munurinn á sígildri tónlist og popptónlist.

Hann vitnar í Garðar Thor sem segist vera sígildur óperusöngvari og hefur sungið í fjölmörgum sígildum óperuuppsetningum en eigi að síður var fyrsta platan hans Cortes hressilegur blendingur í tónlistarstefnu og að breskir áhorfendur hafi séð hann fyrst á sviði með „brjóstaskorudívunni” Katherine Jenkins.

Sweeting segir Garðar Thor vel geta sungið en veltir því fyrir sér hvort möguleikar hans á óperusviðinu séu núþegar horfnir í svarthol verslunar og kaupsýslu.

Hinir fjórir söngvararnir sem koma til greina eru Andrea Bocelli, Russell Watson og Paul Potts.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir